Hemúllinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hemúllinn í skemmtigarðinum Múmínheimur í Naantali, Finnlandi.

Hemúllinn er persóna í Múmínálfunum eftir finnlandssænska rithöfundinn og teiknarann Tove Jansson.

Þótt aðeins einn Hemúll beri nafnið „Hemúllinn“, þá getur nafnið Hemúll átt við einn af mörgum þeim Hemúlum sem fyrir koma í bókum Tove, því Hemúlar eru sér kyn. Hemúlum svipar mjög til Múmínálfanna en er grennri og oft persónur í yfirvaldsstörfum eins og lögreglu eða fangaverðir og eru einstaklega þröngsýnir bókstafstrúarmenn. Margir Hemúlar eru miklir safnarar af ýmsum gerðum. Hinn eini sanni Hemúll, er sem dæmi frímerkjasafnari þegar hann kemur fyrst fram í bókinni Halastjarnan en aðrir Hemúlar höfðu þá þegar komið við sögu í fyrri bókum um Múmínálfana. Í bókinni Pípuhattur galdrakarlsins, lendir Hemúllinn í þeirri skelfilegu lífsreynslu að vera búinn að safna öllum frímerkjum heimsins og leggst í mikið þunglyndi. Sem honum þó tekst að leysa með aðstoð Múmínsnáðans, með því að fara að safna jurtum og blómum í staðinn. Flestir Hemúlar klæðast skósíðum kirtli eða kjól og virðist líka slíkur fatnaður best.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.