Snorkurinn
Snorkurinn (s. Snork f. Niisku) er persóna í Múmínálfunum eftir finnlandssænska rithöfundin og teiknarann Tove Jansson.
Hann er hinn gáfaði bróðir Snorkstelpunar og kemur bara fyrir í tveimur bókum, Halastjarnan og Pípuhattur galdrakarlsins. Snorkurinn er mikill skipuleggjandi. Meðal annars reynir hann að skipuleggja og leiða björgunarleiðangur og gerist dómari í réttarhöldunum milli galdrakarlsins og Þönguls og Þrasa í bókinni Pípuhattur galdrakarlsins.
Í japönsku teiknimynda sjónvarpsþáttunum er Snorkurinn með gleraugu og býr í gulu húsi ásamt systur sinni, Snorkstelpunni, í Múmíndal. Hann er uppfinningamaður og er stöðugt með nýjar uppfinningar í smíðum, samhliða eilífðarverkefni hanns, fljúgandi skipinu sem aldrei virðist ætla að virka.
Hvort einhver verulegur munur er á Múmínálfum og Snorkum kemur hvergi fram í sögum Tove og hún skýrði það aldrei út í lifandi lífi. Það eina sem er nefnt er í bókinni Halastjarnan, en þar kemur fram að Snorkar gætu skipt litum eftir skapi og eins eru þau systkinin bæði með hártopp. Ekki er því vitað hversvegna hún kaus að kalla þessar persónur tvem ólíkum nöfnum eða hvort hún leit svo á að um tvö aðskyld kyn væri að ræða.