Listi yfir þekktar tilraunir/Líffræði
Útlit
Eftirfarandi er listi yfir þekktar tilraunir í líffræði. Sjá listi yfir þekktar tilraunir fyrir aðra lista
- Robert Hooke, með hjálp smásjár, skoðar frumur (1665).
- Anton van Leeuwenhoek uppgötvar örverur (1676).
- Edward Jenner prófar fyrsta bóluefnið (1796).
- Baunaplönturannsóknir Gregor Mendel leiða hann til tilgátna um undirstöðukenningar erfðafræðinnar (ríkjandi gen annars vegar og víkjandi hins vegar, 1-2-1 hlutfallið, sjá Mendelskar erfðir) (1856-1863).
- Louis Pasteur notar svanahálsflöskur til að hindra baktríur og gró þeirra frá því að menga seyði (1859). Tilraunin er af mörgum sögð endanleg afsönnun kenningarinnar um sjálfkviknun lífs og er því framhald rannsókna Francescos Redi, Lazzaros Spallanzani og fleiri um þetta efni.
- Frederick Griffith framkvæmir tilraun sína, þar sem lifandi frumum er breytt með „breytingarþætti“, sem seinni rannsóknir sýna að er í raun kjarnsýra (1928).
- Karl von Frisch ræður fram úr "dansinum" sem hunangsflugur nota til að miðla milli sín upplýsingum um staðsetningu blóma (1940).
- Salvador Luria og Max Delbrück sýna fram á að gagnlegar stökkbreytingar varðveitast með náttúruvali, fremur en að verða til fyrir tilstilli þess (1943).
- Barbara McClintock ræktar maísplöntur eftir lit, sem að leiðir til uppgötvunar á stökklum (1944).
- Hershey-Chase tilraunin notar gerilveirur til að sanna að kjarnsýra sé erfðaefnið (1952).
- Miller-Urey tilraunin sýnir fram á að lífræn efnasambönd geta sjálfkrafa myndast úr ólífrænum efnasamböndum (1953).
- Meselson-Stahl tilraunin sannar að kjarnsýruafritun sé hálfgeymin (1958).
- Crick, Brenner et al. tilraunin gaf innsýn í tjáningu gena (1961)
- Nirenberg og Matthaei tilraunin réði fram úr genakóðanum (1961).
- Nirenberg og Leder tilraunin sýndi fram á þrenningarnátturu genakóðans og gerði kleift að ráða fram úr táknmáli hans (1964).