Afritun DNA
Útlit
(Endurbeint frá Kjarnsýruafritun)
Afritun DNA er ferli sem lifandi frumur nota til að tvöfalda erfðaefni sitt fyrir frumuskiptingu og myndar því grunn að arfbærni upplýsinga. Við afritunina eru kirnaþræðirnir tveir raktir hvor frá öðrum og afritaðir hvor um sig. Pörunarreglur deoxýríbókirna tryggja að nýsmíðaður kirnaþráður sé samsvarandi þeim sem áður var paraður við sniðmátsþráðinn.