Leikslokasiðfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Siðfræði
Almennt

Siðspeki
dygðasiðfræði / leikslokasiðfræði / skyldusiðfræði
samræðusiðfræði / umhyggjusiðfræði
Gott og illt / rétt og rangt / siðferði

Hagnýtt siðfræði

siðfræði heilbrigðisvísinda / líftæknisiðfræði
markaðssiðfræði / viðskiptasiðfræði
umhverfissiðfræði
mannréttindi / réttindi dýra
fjölmiðlasiðfræði / lagasiðfræði
fóstureyðing / líknardráp / siðfræði stríðs

Meginhugtök

réttlæti / gildi / gæði
dygð / réttur / skylda / hamingja
jafnrétti / frelsi
frjáls vilji

Meginhugsuðir

Sókrates / Platon / Aristóteles / Epikúros
Konfúsíus / Tómas af Aquino
Hume / Kant / Bentham / Mill / Nietzsche
Moore / Hare / Anscombe / MacIntyre / Foot
Habermas / Rawls / Singer / Gilligan
Christine Korsgaard

Listar

Listi yfir viðfangsefni í siðfræði
Listi yfir siðfræðinga

Leikslokasiðfræði eða afleiðingasiðfræði er sú tegund siðfræðikenninga sem heldur því fram að afleiðingar athafnar ákvarði hvort hún sé siðfræðilega rétt eða röng, með öðrum orðum að spyrja skuli að leikslokum. Leikslokasiðfræðikenning heldur því fram að siðferðilega rétt athöfn sé sú sem hefur bestar afleiðingar.

Íslensku orðin „leikslokasiðfræði“ og „afleiðingasiðfræði“ eru þýðingar á enska orðinu „consequentialism“, sem G.E.M. Anscombe bjó til í ritgerð sinni frá árinu 1958 „Siðfræði nútímans“ („Modern Moral Philosophy“).

Frægasta leikslokasiðfræðikenningin er nytjastefnan, sem á rætur að rekja aftur til Davids Hume (1711-1776) og Jeremys Bentham (1748-1832) en frægasti málsvari hennar var John Stuart Mill (1806-1873) sem setti kenninguna fram í riti sínu Nytjastefnan árið 1861.

Meginmunurinn á nytjastefnunni og annarri aðgerðasiðfræði er sá að nytjastefnan heldur því fram að bestu afleiðingarnar séu fólgnar í því að hámarka hamingju sem flestra. Nytjastefnan er útbreiddasta og vinsælasta leikslokasiðfræðikenningin en hin endanlegu gildi nytjastefnunnar er eigi að síður ekki nauðsynlegt einkenni á allri leikslokasiðfræði. Leikslokasiðfræðingur gæti til að mynda haldið því fram að bestu afleiðingarnar séu ekki fólgnar í því að hámarka hamingju sem flestra, heldur auka jöfnuð meðal manna sem mest.

Frægir leikslokasiðfræðingar[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.