Réttlæti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Réttlæti er hugtak um grundvallarviðmið um rétta breytni og rétt viðbragð samfélags við rangri breytni.

Hugmyndir um réttlæti liggja til grundvallar refsilöggjöf og eru því viðfangsefni fræðilegrar lögfræði. Réttlætishugtakið er einnig eitt af fyrstu viðfangsefnum forngrískrar heimspeki, og er í dag viðfangsefni bæði réttarheimspeki og siðfræði.

Innan ríkja er dómstólum ætlað að þjóna réttlætinu, með réttlátum dómum, á forsendum laga sem í lýðræðisríkjum eru sett af löggjafarsamkomum. Þegar pólitísk átök snúast ekki aðeins um sérhagsmuni eiga þau til að vera átök um réttlæti og inntak réttlætishugtaksins.