Nytjastefna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Nytjastefna er leikslokasiðfræðikenning. Samkvæmt nytjastefnunni eru aðgerðir réttar eftir því sem leiða til ánægju, rangar eftir því sem þær leiða til hins gagnstæða, í heiminum öllum. Tilgangsfræði nytjastefnunar fellur undir sældarhyggju. Sagnfræðilega á hún rætur að rekja aftur til Davids Hume (1711-1776) og Jeremys Bentham (1748-1832) en frægasti málsvari hennar var John Stuart Mill (1806-1873) sem setti kenninguna fram í riti sínu Nytjastefnan árið 1861.

Líkt og aðrar leikslokasiðfræðikenningar heldur nytjastefnan því fram að afleiðingar athafnar ákvarði siðferðilegt réttmæti hennar. Meginmunurinn á nytjastefnunni og annarri aðgerðasiðfræði er sá að nytjastefnan heldur því fram að bestu afleiðingarnar séu fólgnar í því að hámarka hamingju sem flestra. Nytjastefnan er útbreiddasta og vinsælasta leikslokasiðfræðikenningin.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.