Spjall:Leikslokasiðfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Gott væri að fá fleiri dæmi um leikslokasiðfræði, önnur en nytjastefnuna, sem hafa náð smá útbreiðslu. ojs 02:16, 11 apríl 2007 (UTC)

Já, nema ég held að þær kenningar heiti ekkert annað en bara leikslokasiðfræði (consequentialism). Það leikur samt enginn vafi á því að þetta er ekki það sama og nytjastefna, sem er bara afbrigði af leikslokasiðfræði. Ef það ætti að nefna dæmi um siðfræðing sem aðhylltist leikslokasiðfræði en samt ekki nytjastefnu mætti nefna G.E. Moore, sem hafnaði hedónismanum sem er innifalinn í nytjastefnunni. Sjá Moore, G.E. Principia Ethica (Cambridge: Cambridge University Press, 1903), einkum 5. kafla. Derek Parfit er einnig leikslokasiðfræðingur en ekki nytjastefnumaður (svo ég viti). --Cessator 02:34, 11 apríl 2007 (UTC)