Siðspeki
Siðfræði |
Almennt |
Siðspeki |
Hagnýtt siðfræði |
siðfræði heilbrigðisvísinda / líftæknisiðfræði |
Meginhugtök |
réttlæti / gildi / gæði |
Meginhugsuðir |
Sókrates / Platon / Aristóteles / Epikúros |
Listar |
Siðspeki er undirgrein siðfræðinnar sem fjallar um eðli siðferðislegra og siðfræðilegra fullyrðinga, viðhorfa og gildismats.
Siðspekin er eitt þriggja meginsviða siðfræðinnar en hin tvö eru forskriftarsiðfræði og hagnýtt siðfræði. Forskriftarsiðfræði og hagnýtt siðfræði fjalla um spurningar eins og „Hvað er rétt og rangt?“, „Hvað er gott og slæmt?“ og „Hvað ber mér að gera?“ en siðspekin leitar hins vegar skilnings á eðli og afbrigðum siðferðislegs gildismats og hvernig það verður til.
Siðspekilegar spurningar
[breyta | breyta frumkóða]Dæmi um siðspekilegar spurningar eru:
- Hvað þýðir það að segja að eitthvað sé „gott“?
- Hvernig vitum við að eitthvað sé rétt eða rangt? Getum við vitað það?
- Með hvaða hætti er siðferðislegt gildismat ástæða til athafnar?
- Hvað eru gæði? Eru til hlutlæg eða algild gæði?
- Hvað er siðferðisregla? Og hvernig verða slíkar reglur til?
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Aristóteles
- Thomas Aquinas
- Forskriftarsiðfræði
- Hagnýtt siðfræði
- R.M. Hare
- Immanuel Kant
- J.L. Mackie
- G.E. Moore
- Siðfræði
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Meta-ethics“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. nóvember 2005.