Téténía
Útlit
(Endurbeint frá Lýðveldið Téténía)
Téténía er sjálfstjórnarlýðveldi í norðurhluta Kákasusfjalla í Rússlandi. Höfuðborg þess er Grozníj.
Í Téténíu ríkir einræði undir stjórn Ramzans Kadyrov, sem stýrir sjálfstjórnarlýðveldinu í umboði ríkisstjórnar Rússlands. Stjórn hans hefur verið vænd um gróf mannréttindabrot og ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og minnihlutahópum eins og samkynhneigðum.[1][2]
Landfræði
[breyta | breyta frumkóða]Téténía liggur í norðurhluta Kákasusfjalla og skiptist í 14 héruð, 5 bæi og 4 aðra þéttbýliskjarna. Bæirnir fimm eru:
- Grozníj (Грозный)
- Úrús-Martan (Урус-Мартан)
- Shalí (Шали)
- Gúdermes (Гудермес)
- Argún (Аргун)
Téténía liggur milli Georgíu, Dagestan, Ingúsetíu, Norður-Ossetíu og Stavropol.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ómar Þorgeirsson (20. mars 2016). „Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum“. Kjarninn. Sótt 22. mars 2022.
- ↑ Kjartan Kjartansson (15. febrúar 2019). „Tugum samkynhneigðra smalað saman og haldið í Téténíu“. Vísir. Sótt 22. mars 2022.