13.005
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
mEkkert breytingarágrip |
||
'''Svarfdæla saga''' (eða '''Svarfdæla''') er fornsaga sem telst til [[Íslendingasögurnar|Íslendingasagna]]. Hún segir frá landnámi í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] og deilum og vígaferlum í dalnum á landnámsöld. Þar áttust við [[Ljótólfur goði]] á [[Hof í Svarfaðardal|Hofi]] og [[Þorsteinn svörfuður]] á [[Grund í Svarfaðardal|Grund]] og þeirra menn. Frásögnin er allstórbrotin þar sem [[berserkur]]inn og skáldið [[Klaufi Hafþórsson]] kemur mikið við sögu bæði lífs og liðinn og hin skapmikla Ingveldur fögurkinn. Þótt margt sé heldur ótrúlegt í frásögninni hafa fornminjar þótt benda til þess að í henni sé sannsögulegur kjarni. Skáldsögur, leikrit og söngvar hafa verið samin upp úr Svarfdælu.
Svarfdæla saga slapp ekki ósködduð gegn um aldirnar. [[Jónas Kristjánsson]] rannsakaði söguna og gaf út með efnismiklum formála á vegum Handritastofnunar 1966. Aðeins eitt blað úr skinni er til af sögunni, sem talið er vera úr
== Tenglar ==
|