Þórðar saga hreðu
Þórðar saga hreðu er með yngstu Íslendingasögum, talin rituð um eða eftir 1350. Hún gerist að mestu í Miðfirði í Húnaþingi og í Skagafirði. Aðalpersónan er Þórður hreða, sem var mikill kappi og jafnframt mikill timburmeistari. Sagnir greina frá því að hann hafi smíðað skála í Flatatungu í Skagafirði og fleiri nafnkunn hús.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Vésteinn Ólason: Íslensk bókmenntasaga 2, Rvík 1993.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Þórðar saga hreðu — Texti sögunnar.
- Þórðar saga hreðu Geymt 2011-03-07 í Wayback Machine — Texti sögunnar. Icelandic Saga Database.