Fara í innihald

Þórðar saga hreðu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórðar saga hreðu er með yngstu Íslendingasögum, talin rituð um eða eftir 1350. Hún gerist að mestu í Miðfirði í Húnaþingi og í Skagafirði. Aðalpersónan er Þórður hreða, sem var mikill kappi og jafnframt mikill timburmeistari. Sagnir greina frá því að hann hafi smíðað skála í Flatatungu í Skagafirði og fleiri nafnkunn hús.