Júra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Júra“

Júra er jarðsögulegt tímabil sem nær frá endalokum trías fyrir 200 milljón árum til upphafs krítar fyrir 146 milljón árum. Eins og með önnur jarðsöguleg tímabil eru jarðlögin sem marka upphaf og endi júratímabilsins vel skilgreind en nákvæmum aldursgreiningum skeikar sem nemur 5 til 10 milljónum ára. Júra er miðtímabil miðlífsaldar og er betur þekkt sem tímabil risaeðlanna. Upphaf tímabilsins miðast við trías-júrafjöldaútdauðanum. Fyrstu fuglarnir komu fram á þessum tíma.

Nafngiftin júra kemur frá Alexandre Brogniart eftir miklum sjávarkalksteinslögum í Júrafjöllum þar sem Þýskaland, Frakkland og Sviss mætast.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist