Kolatímabilið
Kolatímabilið er eitt tímabil fornlífsaldar. Því lauk fyrir 290 milljón árum. Miklir fenjaskógar uxu þá á jörðinni sem svo urðu svo að kolalögum. Mjög þykk kolalög hafa fundist frá kolatímabilinu, sérstaklega á austurströnd Bandaríkjanna. Kolatímabilinu er yfirleitt skipt í tvö tímabil: mississippíum og pennsylvaníum. Í upphafi kolatímabilsins voru Evrameríka og Gondvana að renna saman og í lok tímabilsins varð Pangea til. Á fyrri hluta kolatímabilsins var meðalhiti jarðar um 22 gráður og loftslag líktist hitabeltisloftslagi. Steingervingar trjáa frá fyrri hluta kolatímabilsins eru ekki með árhringi og það er talið að litlar árstíðasveiflur hafi verið og stöðugur meðalhiti. Jafnatré þrifust vel í heitu og röku loftslaginu. Jafnar voru mjög áberandi á fyrri hluta kolatímabilsins. Burknar og burknaplöntur voru einnig mjög áberandi sérstaklega á seinni hluta tímabilsins. Einnig voru elftingar áberandi. Á seinni hluta tímabilsins kom fram berfrævingur sem líklega er forfaðir barrtrjáa.
Á seinni hluta tímabilsins lækkaði hitastig, jöklar mynduðust og yfirborð sjávar lækkaði, CO2-magn lækkaði gríðarlega og hiti lækkaði úr 22 í 12 gráður. Þetta varð til þess að árið fékk árstíðir og tré fengu árhringi.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Skógarferð á Kolatímabilinu (Harpa Bóel Sigurgeirsdóttir) Geymt 13 september 2011 í Wayback Machine
Fylgir frumlífsöld | 542 Má. – Tímabil sýnilegs lífs - okkar daga | |||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
542 Má. – Fornlífsöld -251 Má. | 251 Má. – Miðlífsöld - 65 Má. | 65 Má. – Nýlífsöld - nútíma | ||||||||||
Kambríum | Ordóvisíum | Sílúr | Devon | Kol | Perm | Trías | Júra | Krít | Paleógen | Neógen | Kvarter |