Permtímabilið
Útlit
Permtímabilið er síðasta skeið fornlífsaldar. Á permtímabilinu urðu skriðdýr ráðandi á þurrlendi en þríbrotar dóu út og froskdýrategundum fækkaði. Perm er á eftir kolatímabilinu og nær frá 299,0 ± 0,8 til 251,0 ± 0,4 milljónum ára. Það er lengsta tímabil fornlífsaldar og er þekkt fyrir aldauðann í lok perm sem er stærsti þekkti aldauðinn.
Fylgir frumlífsöld | 542 Má. – Tímabil sýnilegs lífs - okkar daga | |||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
542 Má. – Fornlífsöld -251 Má. | 251 Má. – Miðlífsöld - 65 Má. | 65 Má. – Nýlífsöld - nútíma | ||||||||||
Kambríum | Ordóvisíum | Sílúr | Devon | Kol | Perm | Trías | Júra | Krít | Paleógen | Neógen | Kvarter |