Júgóslavía
Útlit
(Endurbeint frá Jógóslavía)
Júgóslavía var land á Balkanskaga í Suðaustur-Evrópu mestalla 20. öldina. Nafnið þýðir „land suður-Slavanna“. Í raun var um að ræða þrjú aðskilin ríki sem komu hvert á eftir öðru.
- Fyrsta ríkið var konungdæmi sem stofnað var 1. desember 1918 undir nafninu Konungdæmi Serba, Króata og Slóvena. Ríkið breytti um nafn 6. janúar 1929 og hét eftir það Konungdæmið Júgóslavía allt fram að innrás öxulveldanna 6. apríl 1941 í seinni heimsstyrjöldinni. Ríkisstjórnin gafst upp 17. apríl og var landið þá leyst upp.
- Næst var það sósíalískt ríki sem sett var á laggirnar að stríðinu loknu þann 29. nóvember 1945. Fyrst hét það Lýðræðislega sambandið Júgóslavía, síðan Sambandsalþýðulýðveldið Júgóslavía og frá 7. apríl 1963 hét það Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía. Þetta ríki lifði til 15. janúar 1992 en þá höfðu fjögur af sex sambandsríkjum sagt sig úr því. Þjóðernisátök einkenndu síðustu ár lýðveldisins og leiddu þau til borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu 1991–1995.
- Eftir upplausn Júgóslavíu stóðu tvö sambandsríki eftir, Serbía og Svartfjallaland, og þau stofnuðu þá hið svokallaða Sambandslýðveldi Júgóslavíu. Árið 2001 var samþykkt að hætta að nota Júgóslavíunafnið og tók sú breyting gildi 4. febrúar 2003. Arftaki sambandslýðveldisins var hið laustengda bandalag Serbía og Svartfjallaland en árið 2006 var ákveðið að leysa þetta ríki upp.
Á því svæði sem kallaðist Júgóslavía eru í dag 6 ríki: Slóvenía, Króatía, Bosnía og Hersegóvína, Norður-Makedónía, Svartfjallaland og Serbía.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Map Universal, History, Facts, Breakup and Map of Yugoslavia