Þriggja þrepa prófið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þriggja þrepa prófið er heiti á takmörkunum á undanþágum frá einkarétti höfundar sem settar voru fyrst fram í Bernarsáttmálanum eftir endurskoðun hans í Stokkhólmi 1967. Slíkt þriggja þrepa skilyrði hefur síðan ratað inn í höfundalög ýmissa landa og er hluti af ýmsum alþjóðlegum samningum um hugverkarétt.

Samkvæmt þriggja þrepa prófinu verða undanþágur frá einkarétti höfundar að uppfylla þrjú skilyrði:

  • þær skulu eiga við um sérstök afmörkuð tilfelli
  • þær mega ekki brjóta í bága við eðlilega hagnýtingu verksins af hálfu höfundar
  • þær mega ekki raska lögmætum hagsmunum höfundar
  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.