Nytjamynstur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Adidas skráði hönnun þessa bolta, „Tango“, sem var notaður á heimsmeistaramótinu 1978 sem nytjamynstur. Sama mynstur var notað á bolta næstu fimm heimsmeistaramóta.

Nytjamynstur eru uppfinningar sem teljast til hugverka. Hægt er að sækja um einkarétt á nytjamynstri með skráningu þess, eins konar „lítið einkaleyfi“. Venjulega nær vernd nytjamynstra yfir mun styttra tímabil (venjulega 6-10 ár) en einkaleyfi og auðveldara er að skrá nytjamynstur en fá einkaleyfi þar sem yfirleitt eru gerðar minni formkröfur. Venjulega er hægt að skrá nytjamynstur á einkaleyfastofum í þeim löndum þar sem nytjamynstur njóta verndar samkvæmt lögum. Við skráningu þarf uppfinningamaðurinn að láta í té nægjanlega ítarlegar upplýsingar um uppfinninguna til þess að annar aðili geti endurgert hana. Eins og með einkaleyfi þá er tilgangurinn með því að skrá nytjamynstur sá að hvetja til þess að þau séu gerð opinber. Mörg lönd sem annars veita vernd fyrir nytjamynstur takmarka þá hluti sem geta fallið undir slíka skráningu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.