Haag-samningur um alþjóðlega skráningu hönnunar á sviði iðnaðar
Útlit
Haag-samningur um alþjóðlega skráningu hönnunar á sviði iðnaðar eða Haag-kerfið er alþjóðasamningur um kerfi fyrir alþjóðlega skráningu iðnhönnunar með einni umsókn. Alþjóða hugverkastofnunin hefur yfirumsjón með samningnum.
Haag-samningurinn er til í nokkrum gerðum. Þær mikilvægustu eru Haag-gerðin frá 1960 og Genfargerðin frá 1999. Umsækjendur í hverju landi fá aðeins vernd frá landi sem er aðili að sömu gerð Haag-samningsins og þeirra eigið land.
Alþjóðleg skráning iðnhönnunar gildir í fimm ár en er hægt að framlengja um önnur fimm ár upp að því hámarki sem kveðið er á um í lögum hvers lands.