Fara í innihald

Vottorð um viðbótarvernd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vottorð um viðbótarvernd er sérstæður (sui generis) hugverkaréttur sem gildir aðeins í Evrópusambandinu. Tilgangurinn er að bæta lyfjafyrirtækjum þann langa tíma sem það tekur að fá leyfi fyrir markaðssetningu nýrrar vöru með því að bæta við tímann sem einkaleyfi þeirra gildir. Viðbótarverndin gildir venjulega að hámarki í fimm ár eftir að einkaleyfið er runnið út.