Fara í innihald

Útgáfusamningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útgáfusamningur er tegund samnings þar sem höfundur verks framselur fjárhagsleg réttindi sín sem leiða af höfundarétti hans til útgefanda. Samningar af þessu tagi eru oft bundnir lögum, höfundalögum eða öðrum lögum, sem tilgreina lágmarksskilyrði sem þeir þurfa að uppfylla til að teljast gildir. Almennt gildir að í evrópskum samningsrétti er skilyrði að samningar séu takmarkaðir í tíma og rúmi. Grundvöllur útgáfusamninga er samvinna milli aðila í þágu útgáfu verksins þannig að höfundur leggur til innihaldið og útgefandinn leggur til fagþekkingu á sviði ritstjórnar, vöruhönnunar, markaðssetningar og dreifingar. Með útgáfusamningi eignast útgefandinn útgáfurétt að verkinu (einkarétt til útgáfu og dreifingar) á tilteknu landsvæði um tiltekinn tíma og stundum fyrir tiltekinn fjölda útgáfa. Oftast eru sett skilyrði um fyrstu útgáfu (tímasetningu og fjölda eintaka) í útgáfusamning. Eins er kveðið á um að höfundur fái greitt hlutfall af söluandvirði verksins, hvort sem það er reiknað sem hlutfall af kostnaðarverði, forlagsverði eða kápuverði.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.