Alþjóðasamningur um vernd listflytjenda, framleiðenda hljóðrita og útvarpsstofnana
Útlit
Alþjóðasamningur um vernd listflytjenda, framleiðenda hljóðrita og útvarpsstofnana er alþjóðasamningur gerður af aðildarríkjum Alþjóða hugverkastofnunarinnar árið 1996. Samningurinn fjallar um einkarétt listflytjenda, tónlistarútgáfa og útvarps-/sjónvarpsfyrirtækja til að hagnýta flutning, upptökur og útsendingar, þótt þessir aðilar teljist ekki höfundar að því efni sem þeir framleiða. Þessi réttindi falla því undir grannréttindi höfundaréttar.
Samningnum er ætlað að skýra og bæta við þann einkarétt sem felst í Rómarsáttmála um vernd listflytjenda, framleiðenda hljóðrita og útvarpsstofnana frá 1961.