Fara í innihald

Hjaltadalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Séð frá Hólum inn Hjaltadal í dumbungs veðri.

Hjaltadalur er dalur í austanverðum Skagafirði og tilheyrði áður Hólahreppi. Hann er að mestu luktur 1000–1200 m háum fjöllum og inn í þau skerast ýmsir afdalir.[1] Hjaltadalsá rennur um dalinn og á upptök í Hjaltadalsjökli í dalbotninum. Í hana falla ýmsar þverár og lækir.[2]

Hjaltadalur heitir eftir landnámsmanninum Hjalta Þórðarsyni skálps. Í Landnámu segir:[3]

Hjalti son Þórðar skálps kom til Íslands og nam Hjaltadal að ráði Kolbeins og bjó að Hofi; hans synir voru þeir Þorvaldur og Þórður, ágætir menn.

Biskupssetrið og síðar skólasetrið Hólar í Hjaltadal er í miðjum dalnum og setur mikinn svip á hann. Fjallið fyrir ofan Hóla heitir Hólabyrða og er 1244 m hátt.[4] Innsti bærinn í dalnum er Reykir. Þar er jarðhiti og þar er gömul laug sem nefnist Biskupslaug. Hún er nú upphlaðin.[5]

Fornar þjóðleiðir úr Hjaltadal

[breyta | breyta frumkóða]

Af því að Hólar í Hjaltadal voru miðstöð kirkjuvalds og skólastarfs á Norðurlandi var tíðförult þangað. Helstu þjóðleiðir voru:

Bæir í Hjaltadal

[breyta | breyta frumkóða]

Allmargir bæir eru í Hjaltadal. Á síðari árum hefur myndast dálítið þorp á Hólum í kringum Hólaskóla.

Að austanverðu í dalnum eru:

Að vestanverðu í dalnum eru:

Allir þessir bæir voru í Hólahreppi, en eftirtaldir bæir í Viðvíkursveit geta sökum staðhátta talist til Hjaltadals:

  1. „Hjaltadalur – Iceland Road Guide“. Sótt 17. september 2024.
  2. „Kolka - NAT ferðavísir“. 4. maí 2020. Sótt 17. september 2024.
  3. 3,0 3,1 3,2 LANDNÁMABÓK (Sturlubók).
  4. „Gvendarskál í Hólabyrðu“. Gönguleiðir. Sótt 17. september 2024.
  5. „Sarpur.is - Laug“. Sarpur.is. Sótt 17. september 2024.
  6. „Norður í Hjaltadal - Icelandic Times“. web.archive.org. 2. desember 2023. Afritað af uppruna á 2. desember 2023. Sótt 17. september 2024.
  7. „Efri Ás“.
  8. „Laufskálarétt - NAT ferðavísir“. 4. maí 2020. Sótt 17. september 2024.
  9. „Víðines – Iceland Road Guide“ (bandarísk enska). Sótt 17. september 2024.
  10. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 17. september 2024.