Hegranes
Hegranes | |
---|---|
Landafræði
| |
Staðsetning | Héraðsvötn |
Hnit | 65°42′N 19°28′V / 65.700°N 19.467°V
|
Stjórnsýsla | |
![]()
|
Hegranes kallast landsvæðið milli kvísla Héraðsvatna í Skagafirði og er í rauninni eyja í Vötnunum, um 15 km á lengd og með allháum klettaásum en vel gróið á milli.[1] Vesturós Vatnanna er fast upp við nesið vestanvert en að austan eru breiðir og víðlendir sandar áður en komið er að Austurósnum. Þar suður af er óshólmasvæði með fjölbreyttu fuglalífi og gróðri sem kallast Austara-Eylendið og er það á náttúruminjaskrá.[2]
Hegranes var áður sérstakt sveitarfélag, Rípurhreppur, en tilheyrir nú Sveitarfélaginu Skagafirði.[3]
Í landi jarðarinnar Garðs í Hegranesi var áður héraðsþing Skagfirðinga, Hegranesþing,[4] og þar var einnig stundum haldið fjórðungsþing Norðlendinga.[1] Kirkja sveitarinnar er á Ríp.[5] Einn fyrsti kvennaskóli landsins var stofnaður í Ási í Hegranesi haustið 1877 en starfaði þar aðeins eitt ár.[6]
Í Keldudal í Hegranesi hefur farið fram umfangsmikill fornleifauppgröftur og þar hafa verið grafnar upp rústir frá 10.-12. öld.[7]
Lengi hefur því verið trúað að miklar Huldufólksbyggðir séu í Hegranesi og hefur sú trú haft áhrif á vegagerð.[8]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Hegranes - NAT ferðavísir“. NAT ferðavísir. 4 maí 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 24 maí 2024. Sótt 11 júní 2025.
- ↑ „Umhverfisstofnun | Norðvesturland“. Umhverfisstofnun. Sótt 13 maí 2024.
- ↑ Skagafjörður. „Fróðleikur um Skagafjörð“. Skagafjörður. Sótt 11 júní 2025.
- ↑ „Nafnið.is“. nafnid.arnastofnun.is (enska). Sótt 11 júní 2025.
- ↑ Andresson, Thorarinn. „Rípurkirkja“. kirkjukort.net. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 11 júní 2025.
- ↑ Elra Hulda Hallsdóttir; Guðrún Dís Jónatansdóttir (1998). Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Kvennasögusafn Íslands. bls. 30.
- ↑ Guðný Zoëga (2008). Keldudalur í Hegranesi: Fornleifarannsóknir 2002-2007 (PDF).
- ↑ „Eru þekkt dæmi um að álfar eða huldufólk hafi stoppað vegagerð?“. Vísindavefurinn. Sótt 13 maí 2024.