Fara í innihald

Hjalti Þórðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hjalti Þórðarson var landnámsmaður í Skagafirði. Hann nam "Hjaltadal að ráði Kolbeins", segir í Landnámabók. Kolbeinn Sigmundarson hefur því látið honum eftir ofanverðan Hjaltadal, sem hann hafði sjálfur fengið hjá Sleitu-Birni, en haldið sjálfur Kolbeinsdal. Hjalti bjó á Hofi.

Sagt er að synir hans hafi haldið föður sínum veglegustu erfidrykkju sem haldin hefur verið á Íslandi og þar hafi verið tólf hundruð boðsgestir og allir virðingarmenn leystir út með gjöfum. Í Landnámu segir einnig frá því að Hjaltasynir fóru vestur á Þorskafjarðarþing en þegar þeir gengu til þings voru þeir svo glæsilega búnir að menn héldu að sjálfir Æsir væru þar á ferð.

Sonarsonur Hjalta var Þorbjörn öngull, banamaður Grettis.

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.