Óslandshlíð
Útlit
Óslandshlíð er byggðarlag út með austanverðum Skagafirði og er framhald norðurhlíðar Kolbeinsdals út með ströndinni, undir Óslandshlíðarfjöllum. Innsti bærinn, næst Sleitustöðum, heitir Hlíðarendi en yst eru Miðhús og síðan tekur Deildardalur við inn til landsins en utan við Grafará er Höfðaströnd með sjónum. Sveitin er kennd við bæinn Ósland, utarlega í hlíðinni.