Hólahreppur
Hólahreppur var hreppur austan til í Skagafjarðarsýslu, kenndur við hið forna biskupssetur Hóla í Hjaltadal.
Hólahreppur náði yfir tvo byggða dali: Hjaltadal og Kolbeinsdal, sá síðarnefndi er að mestu kominn í eyði.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Hólahreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.
Hreppsnefnd[breyta | breyta frumkóða]
Síðasta hreppsnefnd Hólahrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1994 og hana skipuðu Bryndís Bjarnadóttir, Einar Svansson, Gunnar Guðmundsson, Sverrir Magnússon og Valgeir Bjarnason.
Oddvitar [1]
- 1874-1876 Kristján Kjærnested á Hólum
- 1876-1878 Jón Tómasson á Hólum
- 1878-1881 Jón Ásgrímsson á Skúfsstöðum
- 1881-1885 Sigurður Gunnlaugsson á Skriðulandi
- 1885-1886 Magnús Ásgrímsson í Sleitustöðum
- 1886-1889 Jón Sigurðsson á Skúfsstöðum
- 1889-1892 Árni Ásgrímsson á Kálfsstöðum
- 1892-1910 Jón Sigurðsson á Skúfsstöðum
- 1910-1916 (Geirfinnur) Trausti Friðfinnsson á Hólum
- 1916-1922 Árni Árnason á Kálfsstöðum
- 1922-1928 Páll Zóphóníasson á Hólum
- 1928-1934 Steinn Stefánsson í Neðra-Ási
- 1934-1962 Friðbjörn Traustason á Hólum
- 1962-1963 Páll Sigurðsson á Hofi I
- 1963-1980 Guðmundur Stefánsson á Hrafnhóli
- 1980-1982 Trausti Pálsson á Laufsskálum
- 1982-1990 Hörður Jónsson á Hofi II
- 1990-1994 Trausti Pálsson á Hólum
- 1994-1998 Valgeir Bjarnason á Hólum
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Byggðasaga Skagafjarðar VI. bindi Hólahreppur, ritstjóri Hjalti Pálsson, bls 46
