Hjaltadalsá
Útlit
Hjaltadalsá | |
---|---|
Staðsetning | |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Skagafjörður (sveitarfélag) |
Einkenni | |
Uppspretta | Hjaltadalsjökli |
Hnit | 65°42′24″N 19°06′44″V / 65.706681°N 19.112192°V |
Lengd | 33 km |
breyta upplýsingum |
Hjaltadalsá er í Hjaltadal í Skagafirði. Hún á upptök í Hjaltadalsjökli og rennur eftir endilöngum dalnum og falla þar til hennar margar þverár og lækir. Neðan til er mikið um flúðir og smáfossa í ánni og hún er víða straumhörð og ströng. Spölkorn neðan við bæinn Sleitustaði renna Hjaltadalsá og Kolka saman og heitir áin eftir það Kolka til sjávar. Hjaltadalsá er oft jökulskotin en Kolka þó mun oftar og meira og er oft mikill litarmunur á ánum þar sem þær renna saman.[1]
Hjaltadalsá er veiðiá (eins og Kolka). Þar veiðist einkum sjóbleikja og stöku sinnum lax. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með árnar og er hægt að kaupa veiðileyfi.[2]
Einkennistölur
[breyta | breyta frumkóða]- Dragá með jökulþætti (einkum úr Héðinsá)
- Lengd: 33 km
- Rennslismælir: Nr. 51, við gömlu brúna hjá Gálga, utan við Neðra-Ás
- Mælitímabil: 1956–2004
- Vatnasvið ofan mælis: 303 km², vatnasvið alls: 306 km²
- Meðalrennsli: 9,87 m³/s
- Hámarksrennsli: 124 m³/s, (12. júní 1999, augnabliksrennsli)
- Helstu þverár: Að austan: Víðinesá, Hofsá, Héðinsá og Heiðará. Að vestan: Suðurá, Grjótá, Hvammsá, Nautabúsá og Skúfsstaðaá.[3]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Kolka - NAT ferðavísir“. 4. maí 2020. Sótt 17. september 2024.
- ↑ „Hjaltadalsá & Kolka - Veiðiheimar“. Sótt 17. september 2024.
- ↑ vefsafn.is https://vefsafn.is/is/20041122112010/www.svfr.is/template1.asp?PageID=43. Sótt 17. september 2024.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp)
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða SVFR Geymt 22 nóvember 2004 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
- Openstreetmap Hjaltadalsá