Fara í innihald

Grafarós

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grafarós á Höfðaströnd, skammt sunnan við Hofsós, er ós Grafarár og þar lentu skip stundum fyrr á öldum. Þar var komið á fót verslun árið 1835 og var þar um skeið annar helsti verslunarstaður héraðsins. Verslunin var lögð niður árið 1915. Þar sjást rústir eftir verslunar- og íbúðarhús og eru þær friðlýstar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.
  • „Sögulegir staðir á Norðurlandi vestra. Ferðavefur Norðurlands vestra, skoðaður 5. nóvember 2010“.