Úrslit kosninganna. Litirnir tákna sigurvegara í hverju fylki (rauður = Trump/Pence; blár = Clinton/Kaine). Tölurnar segja til um fjölda kjörmanna á hvert fylki.
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 fóru fram þriðjudaginn 8. nóvember 2016. Auðjöfurinn Donald Trump og Mike Pence, fylkisstjóri Indiana, unnu sigur á Hillary Clinton, fyrrum utanríkisráðherra, og Tim Kaine, öldungadeildarþingmann fyrir Virginíu. Þó að Clinton hafi hlotið um þremur milljónum fleiri atkvæði hlaut Trump sigur, sem skýrist af því að í Bandaríkjunum er forseti ekki kosinn í beinni kosningu heldur í gegnum kjörmannaráð.
Trump tók við embætti þann 20. janúar 2017 og varð þar með 45. forseti Bandaríkjanna og Mike Pence varð 48. varaforsetinn.
Sigurvegari: Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (2009–2013); öldungadeildarþingmaður fyrir New York (2001–2009)
Varaforsetaefni: Tim Kaine, öldungadeildarþingmaður fyrir Virginíu (síðan 2013)
Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont (síðan 2007); fulltrúardeilarþingmaður fyrir Vermont (1991–2007); borgarstjóri borgarinnar Burlington, Vermont (1981–1989); dró framboð til baka þann 26. júlí 2016
Martin O'Malley, fylkisstjóri Maryland (2007–2015); dró framboð til baka þann 1. febrúar 2016
Lawrence Lessig, lögfræðingur; dró framboð til baka þann 2. nóvember 2015