Bernie Sanders
Bernie Sanders | |
---|---|
![]() | |
Öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont | |
Núverandi | |
Tók við embætti 3. janúar 2007 | |
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir Vermont | |
Í embætti 3. janúar 1991 – 3. janúar 2007 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 8. september 1941 New York City, Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundinn Demókrataflokkurinn (2015–2016; 2019–2020) |
Maki | Deborah Shiling (g. 1964; skilin 1966) Jane O'Meara (g. 1988) |
Háskóli | Chicago-háskóli |
Undirskrift | ![]() |
Bernard „Bernie“ Sanders (fæddur 8. september 1941) er bandarískur stjórnmálamaður sem er annar tveggja fulltrúa Vermont í Öldungadeild Bandaríkjaþings.[1] Hann er óháður stjórnmálaflokkum en hefur jafnan kosið með Demókrataflokknum og situr í þingflokki þeirra.
Sanders gaf kost á sér í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016 en laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton.
Sanders gaf kost á sér á nýjan leik í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Sanders vann sigur í fyrstu þremur ríkjunum þar sem forvalið var haldið en tapaði síðan þremur ríkjum gegn Joe Biden um miðjan mars. Sanders kom kosningabaráttu sinni ekki aftur á réttan kjöl og tilkynnti þann 8. apríl 2020 að hann hygðist hætta við framboð sitt.[2]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ John Nichols (30. október 2012). „How Does Bernie Sanders Do It?“. The Nation.com. Sótt 1. júlí 2015.
- ↑ Samúel Karl Ólason (8. apríl 2020). „Bernie Sanders hættir framboði sínu“. Vísir. Sótt 8. apríl 2020.