Fara í innihald

Lawrence Lessig

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lawrence Lessig.

Lawrence Lessig (f. 3. júní 1961) er bandarískur lögfræðingur, heimspekingur og pólitískur aðgerðasinni. Hann er framkvæmdastjóri Siðfræðistofnunar Edmond J. Safra við Harvardháskóla og lagaprófessor sömuleiðis. Lessig er mikill baráttumaður um að létta á hömlum höfundalaga og hefur skrifað nokkrar bækur um það sem hann kallar „frjálsa menningu”. Hann situr í stjórn fjölda samtaka: Creative Commons, Software Freedom Law Center, ráðgefandi stjórnarmeðlimur við Sunlightstofnunina og fyrrverandi stjórnarmeðlimur Electronic Frontier Foundation. Hann hefur sagst vera hættur að vinna að málefnum tengdum höfundarétti og ætla að snúa sér í meiri mæli að spillingu í bandarísum stjórnmálum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.