Feneyjatvíæringurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Feneyjatvíæringurinn (eða Tvíæringurinn í Feneyjum) er umfangsmikil alþjóðleg myndlistarsýning helguð samtímalist sem er haldin annað hvert ár (var á oddatöluári en er nú á sléttri tölu vegna Covid) í Feneyjum. Tengd hátíðinni eru líka Kvikmyndahátíðin í Feneyjum og Sýning byggingarlistar í Feneyjum (Mostra di Architettura di Venezia). Tvíæringurinn hefur verið haldinn frá því 1895.

Árið 1907 hófu einstök ríki að reisa sérstaka sýningarskála í Giardini di Castello fyrir listamenn sína og nú eru þar um 30 varanlegir sýningarskálar. Noregur, Svíþjóð og Finnland sameinuðust um einn skála, Norræna skálann, sem Sverre Fehn hannaði árið 1962 en Danmörk var áður búin að reisa skála sem Carl Brummer teiknaði og sem Peter Koch síðar stækkaði. Ísland tók fyrst þátt árið 1960 með verkum Ásmundar Sveinssonar og Jóhannesar Kjarval og sýndi fyrst annaðhvort á alþjóðlegu sýningunni eða sem gestur í danska eða Norræna skálanum. Þegar Finnar ákváðu að taka þátt í Norræna skálanum 1984 tóku Íslendingar eldri timburskála þeirra á leigu. Skálann hannaði Alvar Aalto en honum var aðeins ætlað að standa tímabundið. Árið 2007 ákváðu Finnar að nota hann sjálfir og því sýndi Steingrímur Eyfjörð fyrir Íslands hönd í Palazzo Bianchi Michiel við Canal Grande það ár og Ragnar Kjartansson sýndi þar líka 2009. Árið 2011 sýndu Libia Castro og Ólafur Ólafsson í Palazzo Zenobio og það sama gerði Katrín Sigurðardóttir árið 2013.

Fulltrúar Íslands[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi myndlistagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.