Jóhann Eyfells

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jóhann Eyfells (21. júní 1923 – 3. desember 2019) var íslensk-bandarískur myndhöggvari sem fæddist í Reykjavík. Eftir hann er m.a. Reykjavíkurvarðan á Klambratúni.

Hann var menntaður sem arkítekt en starfaði lítið sem slíkur heldur sem myndhöggvari og háskólakennari í listum (Professor of Art) við University of Central Florida í Orlando. Hann kenndi höggmyndagerð við skólann en samhliða bæði framleiddi hann og sýndi listaverk sín.

Ólíkt flestum listakennurum jókst bara listsköpun hans eftir að hann hætti að kenna og viðfangsefni listsköpunar hans varð víðfeðmara og snerust oft um tilveruna og alheiminn.

Eftir að hann hætti að kenna í Flórída flutti hann á sveitabæ í Texas og hann bjó til fleiri listaverk í næðinu þar.

Faðir hans var Eyjólfur J. Eyfells (1886–1979) sem teiknaði einkum landslagsmálverk.

Jóhnn var kvæntur Kristínu Halldórsdóttur, (1917–2002) sem ennfremur var listamaður og listmálari, og fyrrverandi fyrirsæta og kjólagerðarkona. Þau hittust í Kaliforníu og giftust þau 1949 og fluttust þau til Flórída síðar það ár.

Saman sóttu þau University of Florida í Gainesville þar sem Johann tók arkítektagráðu 1953 og listagráðu (Master of Fine Art degree in sculpture) 1964. Kristin tók ennfremur tvær gráður, í sálfræði og listum (Bachelor of Fine Arts in painting) 1963.

Árið 2016 þegar hann var 92 ára var gerð ævisöguleg heimildarmynd um hann; "A Force in Nature: Johann Eyfells".[1]

References[breyta | breyta frumkóða]