Evrópuþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Evrópuþinur
Abies alba í Silesian Beskids, Póllandi
Abies alba í Silesian Beskids, Póllandi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. alba

Tvínefni
Abies alba
Mill.[2]
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Samheiti
 • Abies argentea Chambray
 • Abies baldensis (Zuccagni) Zucc. ex Nyman
 • Abies candicans Fisch. ex Endl.
 • Abies chlorocarpa Purk. ex Nyman
 • Abies duplex Hormuz. ex Beissn.
 • Abies metensis Gordon
 • Abies miniata Knight ex Gordon
 • Abies minor Gilib.
 • Abies nobilis A.Dietr.
 • Abies pardei Gaussen
 • Abies rinzii K.Koch
 • Abies taxifolia Duhamel
 • Abies taxifolia Desf.
 • Abies taxifolia Raf.
 • Abies tenuirifolia Beissn.
 • Abies vulgaris Poir.
 • Peuce abies Rich.
 • Picea kukunaria Wender.
 • Picea metensis Gordon
 • Picea pectinata (Lam.) Loudon
 • Picea pyramidalis Gordon
 • Picea rinzi Gordon
 • Picea tenuifolia Beissn.
 • Pinus baldensis Zuccagni
 • Pinus heterophylla K.Koch
 • Pinus lucida Salisb.
 • Pinus pectinata Lam.
 • Pinus picea Linné

Abies alba, eða Evrópuþinur,[3] er þintegund ættuð úr fjöllum Evrópu, frá Pýreneafjöllum norður til Normandí, austur að Ölpunum og Karpatafjöllum, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, Serbíu og suður til Ítalíu, Búlgaríu og norður Grikklandi.[1]

Könglar á toppi Abies alba
Skýringarteikning af nokkrum hlutum Abies alba
Köngull og fræ af Abies alba

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Abies alba er stórt sígrænt barrtré sem verður 40 til 50 metra (í undantekningartilvikum að 60 metra) hár og yfirleitt með stofnþvermál að 1.5 m. Hæsta mælda tréð var 68 metra hátt og 3.8 metra. Hann vex í 300 til 1700 metra (aðallega yfir 500m) hæð yfir sjávarmáli, á fjöllum með úrkomu yfir 1000mm á ári.

Barrið er nálarlaga, flatt, 1.8 til 3 sm langt og 2 mm breitt og 0.5mm þykkt, gljáandi dökkgrænt að ofan, og með tvær grænhvítar rendur af loftaugarákum að neðan. Oddurinn á barrinu er yfirleitt aðeins sýldur í endann. Könglarnir eru 9 til 17 sm langir og 3 til 4 sm breiðir, með um 150 til 200 hreisturblöð, hvert með tvemur vængjuðum fræjum. Könglarnir sundrast við þroska og losa fræin. Viðurinn er hvítur sem hefur gefið tegundinni heitið "alba".[3]

Hann myndar skóga með öðrum þinum og beyki.[3] Hann er náskyldur Búlgaríuþin (Abies borisii-regis) sem er lengra í suðaustur á Balkanskaga, Spánarþini (Abies pinsapo) á Spáni og Marokkó, og Sikileyjarþini (Abies nebrodensis) á Sikiley, frábrugðinn þeim og öðrum skyldum Evrópu-Miðjarðrarhafs þinum í gisnara barri, með barrið útbreitt til hvorrar hliðar á sprotanum, sem gerir sprotann greiðlega sýnilega að ofan. Sumir grasafræðingar telja Búlgaríuþin og Sikileyjarþin sem afbrigði af Evrópuþin; sem A. alba var. acutifolia og A. alba var. nebrodensis.[heimild vantar]

Vistfræði[breyta | breyta frumkóða]

Evrópuþinur er mikilvægur hluti "Dinaric calcareous Silver Fir forest" í vestur Balkanskaga. Köngulskeljarnar eru étnar af lirfum Cydia illutana, meðan C. duplicana nærist á berki í kring um skemmdir eða átu (canker).

Efnafræði[breyta | breyta frumkóða]

Börkur og viður Evrópuþins er ríkur af andoxunar polyphenólum.[4] Sex phenólsýrur(phenolic acid) voru greindar (gallic, homovanillic, protocatehuic, p-hydroxybenzoic, vanillic og p-coumaric), þrir flavóníðar (catechin, epicatechin og catechin tetramethyl eter) og fjögur lignan (taxiresinol, 7-(2-methyl-3,4-dihydroxytetrahydropyran-5-yloxy)-taxiresinol, secoisolariciresinol og laricinresinol).[5]

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að vinna úr honum kvoðukennda ilmkjarnaolíu. Þessi furu-ilmandi olía hefur róandi eiginleika, og er notuð í smyrsl, baðvörur og úða-innöndunarlyf.[3] Greinarnar (með barri, berki og viði) voru notaðar í framleiðslu á grenibjór(spruce beer).[6] Sýnt hefur verið fram á að útdráttur (extrect) hamli æðakölkun (í naggrísum)[7] og að hafa hjartaverndandi áhrif.[8] Þykkni(extract) úr Evrópuþini hefur minnkað sykursvörun eftir máltíð (styrkur sykurs í blóðinu eftir máltíð).[9] Evrópuþinur er sú tegund sem fyrst var notuð sem Jólatré, en hefur að mestu verið skift út fyrir Nordmannsþin (sem hefur þéttara, meira aðlaðandi barr), Rauðgreni (sem er ódýrara að rækta), og fleiri tegundir. Viðurinn er sterkur, léttur, ljós, fínkornaður, með jafna áferð og með langar trefjar. Timbrið er aðallega notað sem mótatimbur, krossviður, timburmassa og í pappírsframleiðslu.[10]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 Farjon, A. (2014). Abies alba. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2014. Sótt 28. ágúst 2014.
 2. Mill., 1768 In: Gard. Dict., ed. 8: Abies No. 1.
 3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Gualtiero Simonetti (1990). Stanley Schuler (ritstjóri). Simon & Schuster's Guide to Herbs and Spices. Simon & Schuster, Inc. ISBN 0-671-73489-X.
 4. Vasincu A, Creţu E, Geangalău I, Amalinei RL, Miron A. Polyphenolic content and antioxidant activity of an extractive fraction from Abies alba bark.Rev Med Chir Soc Med Nat Iasi. 2013 Apr-Jun;117(2):545-50.
 5. Tavčar Benković, Eva; Grohar, Tina; Žigon, Dušan; Švajger, Urban; Janeš, Damjan; Kreft, Samo; Štrukelj, Borut (2014). „Chemical composition of the silver fir (Abies alba) bark extract Abigenol® and its antioxidant activity“. Industrial Crops and Products. 52: 23–28. doi:10.1016/j.indcrop.2013.10.005.
 6. London Medical Gazette, September 23, 1837, page 935: https://books.google.si/books?id=TPQaAQAAMAAJ
 7. Drevenšek, Gorazd; Lunder, Mojca; Tavčar Benković, Eva; Mikelj, Ana; Štrukelj, Borut; Kreft, Samo. „Silver fir (Abies alba) trunk extract protects guinea pig arteries from impaired functional responses and morphology due to an atherogenic diet“. Phytomedicine. 22: 856–861. doi:10.1016/j.phymed.2015.06.004.
 8. Drevenšek G, Lunder M, Benković ET, Štrukelj B, Kreft S. Cardioprotective effects of silver fir (Abies alba) extract in ischemic-reperfused isolated rat hearts. Food Nutr Res. 2016 Oct 17;60:29623. doi: 10.3402/fnr.v60.29623.
 9. Debeljak, J.; Ferk, P.; Čokolič, M.; Zavratnik, A.; Tavč Benković, E.; Kreft, S.; Štrukelj, B.: Randomised, double blind, cross-over, placebo and active controlled human pharmacodynamic study on the influence of silver fir wood extract (Belinal) on post-prandial glycemic response. Die Pharmazie - An International Journal of Pharmaceutical Sciences, Volume 71, Number 10, October 2016, pp. 566-569(4)
 10. Wolf, Heino. „Silver fir - Abies alba“ (PDF). EUFORGEN Technical guidelines for genetic conservation and use. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 23. janúar 2017. Sótt 13. janúar 2017.
 • Kunkar, Alp; Kunkar, Ennio. Le piante officinali della Calabria (ítalska). Laruffa Editore. ISBN 88-7221-140-9.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.