Fara í innihald

Spánarþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Abies pinsapo)
Spánarþinur í Wakehurst Place grasagarði í Bretlandi
Spánarþinur í Wakehurst Place grasagarði í Bretlandi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. pinsapo

Tvínefni
Abies pinsapo
Boiss.
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Samheiti
  • Abies hispanica Chambray
  • Picea pinsapo (Boiss.) Loudon
  • Pinus pinsapo (Boiss.) Antoine
  • Pinus sapo d'Ounous[1][2]
subsp. marocana (Trab.) Emb. & Maire
  • Abies marocana Trab.
  • Picea marocana (Trab.) Trab.
var. maroccana (Trab.) Ceb. & Bol.
  • Abies maroccana Trab.
subsp. tazaotana (Côzar ex Villar) Govaerts
  • Abies tazaotana Côzar ex Villar

Abies pinsapo (Spánarþinur) er tegund af þini ættaður frá suður Spáni og norður Marokkó.[3] Hann vex í fjöllum Andalúsíu á Spáni og er talinn "þjóðartré" Andalúsíu. Á Spáni vex henn í 900 til 1800 metra hæð í Sierra de Grazalema í héraðinu Cádiz og í Sierra de las Nieves og Sierra Bermeja, bæði nálægt Ronda í héraðinu Málaga. Í Marokkó, er það einvörðungu í Rif-fjöllum í 1400 til 2100 metra hæð í Jebel Tissouka og Jebel Tazaot.

Abies pinsapo er sígrænt tré að 20 til 30 sm hátt, með keilulaga krónu, sem verður nokkuð óregluleg með aldrinum. Barrið er 1.5 til 2 sm langt, raðað geislalægt um allann sprotann, og eru mjög bláleitt föl blá-grænt, með breiðum línum af hvítleitu vaxi á báðum hliðum. Könglarnir eru sívalir, 9 til 18 sm langir, grænbleikir til fjólulitir fyrir þroska, og sléttir með stoðblöðin stutt og ekki útistandandi. Við þroska sundrast þeir til að losa vængjuð fræin.

Marokkóska afbrigðið, Abies pinsapo var. marocana, er frábrugðið með að barrið er mjög bláleitt og könglarnir aðeins lengri, 11 til 20 sm.

Afbrigðið A. pinsapo 'Glauca' hefur fengið Award of Garden Merit frá Royal Horticultural Society.[4]

Spánarþinur, þrátt fyrir bestu verndunar og endurræktunartilraunir sem hafa aukið mjög gnægð hans, hefur enn allnokkrar ógnir svo sem eld, jarðvegseyðingu, nýbyggingar, fjölda gesta og ferðamanna auk annars.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Abies pinsapo en PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2021. Sótt 12. janúar 2017.
  2. Abies pinsapo. World Checklist of Selected Plant Families. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2019. Sótt 12. janúar 2017.
  3. Alizoti, P.G., Fady, B., Prada, M.A. & Vendramin, G.G. (2009). „Mediterranean firs - Abies spp“ (PDF). EUFORGEN Technical guidelines for genetic conservation and use. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 20. október 2016. Sótt 12. janúar 2017.
  4. „RHS Plant Selector Abies pinsapo 'Glauca' AGM / RHS Gardening“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. janúar 2011. Sótt 12. janúar 2017.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.