Engilfrísnesk tungumál
Engilfrísnesk tungumál | ||
---|---|---|
Ætt | Indóevrópskt Germanskt | |
Undirflokkar | Enskt Frísneskt | |
Áætluð drefing engilfrísneskra mála í Evrópu í dag.
Enskt Frísneskt Á skyggðum svæðum er fjöltyngi víðtækt. |
Engilfrísnesk tungumál er hópur vesturgermanskra tungumála sem felur í sér fornensku, fornfrísnesku og tungumálin sem eiga rætur að rekja til þeirra. Engilfrísneska tungumálaættin lítur svona út:
- Engilfrísneskt
Engilfrísnesk tungumál hafa nokkur sérkenni sem aðskilja þau frá hinum vesturgermönsku málunum varðandi t.d. meðhöndlun nefhljóða á undan önghljóðum og framgómun frumgermanska samhljóðsins *k á undan frammæltum sérhljóðum:
- enska cheese „ostur“, vesturfrísneska tsiis sbr. hollensku kaas, lágþýsku Kees, þýsku Käse; eða
- enska church „kirkja“, vesturfrísneska tsjerke sbr. hollensku kerk, lágþýsku Kerk, Kark, þýsku Kirche.
Þó að báðar greinar engilfrísnesku ættarinnar eiga sameiginlegan uppruna hafa þær skilist mikið, að mestu leyti vegna áhrifa fornnorrænu og frönsku á ensku og samsvarandi áhrifa hollensku og lágþýsku á frísnesku. Afleiðingin er sú að frísneska, hollenska og lágþýskar mállýskur eiga meira sameiginlegt en frísneska og enska, og þannig eru frísneskar mállýskur hluti af vesturgermanskri mállýskusamfellu.
Samanburður
[breyta | breyta frumkóða]Eftirfarandi er listi yfir töluorð á engilfrísneskum málum:
|
Samanburður á frísnesku við ensku, hollensku og þýsku
[breyta | breyta frumkóða]Frísneska | Enska | Hollenska | Þýska | Íslenska |
---|---|---|---|---|
dei | day | dag | Tag | dagur |
rein | rain | regen | Regen | regn/rigning |
wei | way | weg | Weg | vegur |
neil | nail | nagel | Nagel | nagli |
tsiis | cheese | kaas | Käse | ostur |
tsjerke | church kirk (Scotland) |
kerk | Kirche | kirkja |
tegearre | together | samen tezamen tegader (úrelt) |
zusammen | saman |
sibbe | sibling | sibbe (úrelt) | Sippe | systkin |
kaai | key | sleutel | Schlüssel | lykill |
ha west | have been | ben geweest | bin gewesen | hef verið |
twa skiep | two sheep | twee schapen | zwei Schafe | tvær kindur |
hawwe | have | hebben | haben | hafa |
ús | us | ons | uns | okkur (oss) |
hynder | horse | paard / ros | Pferd / Ross | hestur / hross |
brea | bread | brood | Brot | brauð |
hier | hair | haar | Haar | hár |
ear | ear | oor | Ohr | eyra |
doar | door | deur | Tür | dyr |
grien | green | groen | Grün | grænn |
swiet | sweet | zoet | süß | sætur |
troch | through | door | durch | í gegnum |
wiet | wet | nat | nass | blautur |
each | eye | oog | Auge | auga |
dream | dream | droom | Traum | draumur |
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Grant, William; Dixon, James Main (1921) Manual of Modern Scots. Cambridge, University Press. bl. 105