Fara í innihald

Egill Ólafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Egill Ólafs)

Egill Ólafsson (f. 9. febrúar 1953) er íslenskur söngvari, leikari, laga- og textahöfundur. Eiginkona hans er Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona og fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.

Egill kom fram á sjónarsviðið 1975, fyrst með Spilverki þjóðanna, Stuðmönnum og Hinum íslenzka Þursaflokki. Í leikhúsi hóf hann störf 1976 í sýningu Gullna hliðsins hjá Þjóðleikhúsinu. Hann hefur leikið í fjölda söngleikja og leikrita á íslensku leiksviði, sem og í íslenskum, þýskum og skandínavískum kvikmyndum. Egill hefur samið tónlist fyrir bæði leikhús og kvikmyndir.

Kvikmynda- og sjónvarpsþáttaferill

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1981 Jón Oddur & Jón Bjarni Pabbi
1982 Okkar á milli: Í hita og þunga dagsins
Með allt á hreinu Kristinn "Stuð" Styrkársson Proppé
1984 Hrafninn flýgur Bróðir Þórs
1985 Hvítir mávar Oddur
1988 Í skugga hrafnsins Hjörleifur
1989 Kristnihald undir Jökli Saknússemm annar
Magnús Magnús Bertelsson
Áramótaskaupið 1989
1990 Ryð Pétur
1991 Börn náttúrunnar Lögregluþjónn
Hvíti víkingurinn Kóngurinn
1992 Veggfóður: Erótísk ástarsaga Kennari
Karlakórinn Hekla Gunnar
1993 Gartenkrieg, Der Björn
1995 The Viking Sagas Hrut
Einkalíf Pétur, faðir Margrétar
Agnes Sýslumaður
1996 Áramótaskaupið 1996
1997 Stikkfrí Jói
1998 Vildspor Stefán
1999 Citizen Cam Felix Bachman
Ungfrúin góða og húsið Björn
2000 Englar alheimsins Lúðvík
2001 Villiljós Helgi
2004 Í takt við tímann Kristinn Styrkársson Proppé (Stinni stuð)
2005 Bjólfskviða Necrophile
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.