Náttúruminjaskrá
Útlit
Náttúruminjaskrá er listi yfir öll svæði sem friðlýst eru skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 á Íslandi og mörg önnur merkileg svæði sem hafa ekki enn verið friðlýst. Hún er birt í Stjórnartíðindum og staðfest af ráðherra. Náttúruverndarráð hefur einnig gefið skrána út í sérriti til að kynna friðlýstu svæðin, en ekki síður þau sem áhugi er á að verði friðlýst svo að fólk geti stuðlað að verndun þeirra.
Helstu svæði eru:
- Suðurhálendið: Þórsmörk, Hekla, Landmannalaugar, Veiðivötn, Jökulheimar, Laki.
- Þingvellir: Samfellt svæði sem nái yfir allt vatnasvið Þingvallavatns og yfir í Hvalfjarðarbotn.
- Snæfellsjökull og svæðið undir Jökli.
- Sunnanverðir Vestfirðir: Meðal annars Vatnsfjörður, Dynjandi og vesturhluti Reykhólahrepps.
- Hornstrandir: Hugsanleg stækkun á Hornstrandafriðlandi.
- Kaldbakur, Fjörður og Flateyjardalur: Eyðibyggðir og fjalllendi, menningarminjar.
- Jökulsárgljúfur: Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum er eingöngu í vesturhluta gljúfursins en brýnt er að austurhluti þess njóti einnig verndar.
- Lón: Endurskoðun á mörkum friðlands á Lónsöræfum.
- Skaftafell: Nokkur svæði sem tengjast þjóðgarðinum í Skaftafelli, m.a. Öræfajökull og Skeiðarársandur.
- Núpsstaður: Núpsstaður býr yfir sérstakri náttúrufegurð og merkilegri sögu sem mikilvægt er að kynna fyrir núlifandi og komandi kynslóðum.
- Miðhálendið: Hæsti hluti miðhálendisins (Hveravellir-Vonarskarð).