Fara í innihald

Buskerud

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Biskupsruð)
Kort sem sýnir staðsetningu Buskerud innan Noregs

Buskerud eða Biskupsruð er fylki í Noregi. Nágrannafylki þess eru Ósló, Upplönd, Þelamörk, Vestfold, Sogn og Firðafylki og Hörðaland. Heildarflatarmál fylkisins er 14.911 km² og íbúar voru 272.228 árið 2014. Fylkið er í landshlutanum Austurlandi.

Náttúrufar

[breyta | breyta frumkóða]

Fylkið nær frá Hurum í Óslóarfirði inn til Hallingdals og Harðangursheiðar. Inn til fjalla eru mörg dalverpi og fjallgarðar en austar og neðar í fylkinu er láglendara og skiptast á lágir, grónir ásar og dalir. Fylkið er allt skógi vaxið, upp að hæðarmörkum skóga í fjallendum. Þar tekur við heiðagróður.

Lengsta á Buskerud er Numedalslågen, en hún hefur upptök sín á Hörðalandi og rennur í Óslóarfjörð í Vestfold. Stærstu stöðuvötnin eru Tyrifjorden og Krøderen, en það fyrrnefnda er fimmta stærsta vatn Noregs.

Helstu atvinnuvegir í fylkinu eru landbúnaður, skógarhögg og alls kyns iðnaður auk þess sem þjónusta er vaxandi atvinnugrein. Stærsta borg og jafnframt aðsetur stjórnsýslu fylkisins er Drammen.

Skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]
Skjaldarmerki Buskerud

Skjaldarmerki Buskerud er blár björn á silfurgráum bakgrunni. Ástæðan er sú að fram á 8. áratug síðustu aldar voru margir bjarnarstofnar í fylkinu. Blái liturinn á að endurspegla kobaltbláa litinn sem framleiddur var í Modum en grái liturinn á að endurspegla silfurnámurnar í Kongsberg.

Sveitarfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Innan Buskerud er 21 sveitarfélag. Þau eru eftirfarandi: