Hardangervidda
Hardangervidda,( Harðangursheiði eða Harðangursvídd á íslensku), er stór heiði á mörkum Hörðalands, Þelamerkur og Buskerud í suður-Noregi í yfir 1000 metra hæð. Hún þekur nálægt 8000 km². Hæsti punkturinn er 1721 metrar en tindurinn Hårteigen (1,690 m.) er áberandi kennileiti þar. Heiðin er ofar trjálínu. Stórar hreindýrahjarðir hafast við á henni og nærast á fléttum. Þær eru stærstu villtu hreindýrahjarðir í Evrópu og telja um 15.000 einstaklinga.[1] Árið 2016 drápust yfir 300 hreindýr þegar eldingu laust niður í hjörð á heiðinni. [2] Heimskautarefur dvelur á heiðinni en fjöldi hans hefur minnkað verulega. Hluti af Hardangervidda er þjóðgarður og er svæðið vinsælt til útivistar.
Bergensbanen, þ.e. lestarleiðin milli Bergen og Osló, fer um heiðina og er lestarstöðin í Finse í 1222 metrum.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi? Vísindavefur. Skoðað 17. janúar 2016.
- ↑ 323 hreindýr drápust í þrumuveðri Rúv. Skoðað 6. september, 2016.