Fara í innihald

Tröll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Troll och Tuvstarr (Tröll og prinsessan Tuvstarr), eftir John Bauer, 1915

Tröll er í þjóðtrú stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd sem oft býr upp til fjalla eða í fjalli. Oftast er gerður greinarmunur á hugtökunum tröll, jötunn og risi, þó að stundum skarist merking þeirra og skil geti verið óljós. [1]

Lagaákvæði um tröll

[breyta | breyta frumkóða]

Í Gulaþingslögum og kristinrétti Sverris konungs segir, að sé konu kennt, að hún sé tröll og mannæta og verði hún sönn að því, skuli færa hana á sæ út og höggva á hrygg.[2]

Í kafla um níðingsverk í Jónsbók er talið á meðal óbótamála að vekja upp tröll og fremja heiðni með því.[3] Páll Vídalín lögmaður skýrði þetta: „Hér merkir tröll eftir sinni náttúru anda óhreina, uppvakta drauga, evocatos manes, immundos spiritus et spectra omnis generis." Hann nefndi fleiri merkingar orðsins tröll og skýrði þær með dæmum.[4].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. The Good, the Bad and the Ugly: Bárðar saga and Its Giants eftir Ármann Jakobsson“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2007. Sótt 4. júlí 2008.
  2. Lúðvík Ingvarsson: Refsingar á Íslandi á þjóðveldistímanum, bls. 395 – 396, Reykjavík 1970.
  3. Jónsbók, Ólafur Halldórsson gaf út, 2. útgáfa, bls. 38, Odense Universitetsforlag 1970.
  4. Páll Vídalín: Skýringar yfir Fornyrði Lögbókar, bls. 555 – 568, Reykjavík 1854.
  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.