Axel Pehrsson-Bramstorp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Axel Pehrsson-Bramstorp

Axel Alarik Pehrsson-Bramstorp (19. ágúst 188319. febrúar 1954) var sænskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Svíþjóðar um stutt skeið sumarið 1936 (frá 19. júní til 28. september). Pehrsson-Bramstorp hét Axel Alaraik Pehrsson en kenndi sig ævinlega við bæinn Bramstorp þar sem hann var bóndi og bætti á fullorðinsárum bæjarnafninu við ættarnafn sitt. Hann var oft einfaldlega kallaður Bramstorp.

Pehrsson-Bramstorp sat á þingi frá 1918 til 1921 fyrir Frjálslynda flokkinn (s. Liberala samlingspartiet) og 1929-1949 fyrir Bændaflokkinn (s. Bondeförbundet). Frá 1934 til 1949 var hann formaður Bændaflokksins. Vorið 1936 glataði fyrri ríkisstjórn Per Albin Hansson meirihluta sínum á þingi og leiddi Pehrsson-Bramstorp þá minnihlutastjórn Bændaflokksins sem sat fram að kosningum. Samhliða forsætisráðherraembættinu var hann landbúnaðarráðherra í minnihlutastjórn sinni og gegndi hann því embætti áfram eftir að Per Albin myndaði nýja ríkisstjórn Sósíaldemókrata og Bændaflokksins um haustið. Pehrsson-Bramstorp gegndi embætti landbúnaðarráðherra til stríðsloka, 1945.

  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.