Fara í innihald

Georgíumenn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Georgíumenn

Georgíumenn eða kartvelar (georgíska: ქართველები, kartvelebi) eru kákasískt, kártvelískt þjóðarbrot kennt við Georgíu. Um 86.8% íbúa Georgíu eru Georgíumenn að uppruna. Uppruni georgísku er óljós en málið er ekki skylt neinum af helstu tungumálum heims. Georgíska hefur sitt eigið stafróf sem rekja má allt aftur til 5. aldar.

Á georgísku er landið kallað „Sakartvelo“ (საქართველო). Afleitt lýsingarorð þessa nafns er "kartvelskur" sem er til dæmis notað fyrir kartvelsk tungumál.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  • W.E.D. Allen (1970) Russian Embassies to the Georgian Kings, 1589–1605, Hakluyt Society, ISBN 978-1-4094-4599-9 (hbk)
  • Eastmond, Anthony (2010), Royal Imagery in Medieval Georgia, Penn State Press
  • Suny, R. G. (1994), The Making of the Georgian Nation, Indiana University Press
  • Lang, D. M. (1966), The Georgians, Thames & Hudson
  • Rayfield, D. (2013), Edge of Empires: A History of Georgia, Reaktion Books