Magnús Jónsson (skólameistari)
Útlit
Magnús Jónsson (d. 22. september 1702) varð skólameistari í Skálholtsskóla árið 1702 en ferill hans varð ekki langur því að hann drukknaði við Reykjavíkurgranda um haustið.
Magnús var sonur Jóns Vigfússonar (Bauka-Jón) Hólabiskups og konu hans Guðríðar Þórðardóttur, og bróðir Þórðar Jónssonar, sem var skólameistari á undan honum. Hann tók við þegar Þórður varð prestur. Magnús var í Hólmskaupstað og voru hestur hans og þénari í Reykjavík um nóttina en Magnús gisti í tjaldi í hólmanum og var við drykkju í kaupmannsbúðunum fram undir morgun. Talið var að hann hefði farið úr tjaldi sínu og ætlað að ganga grandann á fjöru um nóttina en hann drukknaði á leiðinni og fannst lík hans um morguninn. Hann var ókvæntur og barnlaus.