Fara í innihald

Þorkell máni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorkell Þorsteinsson, kallaður Þorkell máni var lögsögumaður á Alþingi á árunum 970–984. Frá 945 hafði hann jafnframt verið allsherjargoði. Þorkell var sonur Þorsteins Ingólfssonar og Þóru Hrólfsdóttur. Afi hans var landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson. Mánagata í Reykjavík er nefnd eftir honum.

Í Landnámabók (Sturlubók) segir um Þorkel að hann hafi verið "einn heiðinna manna ... best ... siðaður, að því er menn viti dæmi til. Hann lét sig bera í sólargeisla í banasótt sinni og fal sig á hendi þeim guði, er sólina hafði skapað; hafði hann og lifað svo hreinliga sem þeir kristnir menn, er best eru siðaðir.[1]"

Synir Þorkels voru Þorsteinn og Þormóður. Sá síðarnefndi var allsherjargoði er kristni var lögtekin á Íslandi um árið 1000.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. [1]