Fara í innihald

Teitur Einarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Teitur Einarsson (áætlað 1210 - 1258) var íslenskur lögsögumaður á 13. öld. Hann tók við embættinu á Alþingi 1253 með ráði Gissurar Þorvaldssonar. Líklegt er talið að hann hafi verið frændi Gissurar, sonur Einars Þorvaldssonar hálfbróður hans. Á sama þingi var lögtekið að guðs lög skyldu ráða ef þau greindi á við landslög.

Teitur gegndi lögsögumannsembættinu í fimm ár. Ekki er vitað hvar hann bjó en hann var veginn á Austfjörðum seinni hluta árs 1258 eða hugsanlega fyrri hluta árs 1259.