Guðmundur Þorgeirsson
Útlit
Guðmundur Þorgeirsson var íslenskur lögsögumaður á 12. öld og gegndi embættinu á árunum 1123 - 1134. Lögsögumannatal Ara fróða í Íslendingabók endar á Guðmundi.
Ætt Guðmundar er óþekkt en Jón Sigurðsson segir í Lögsögumannatali og lögmanna að hann hafi að öllum líkindum verið norðlenskur. Hans er víða getið í Grágás og talað um ýmis nýmæli sem tekin voru upp í lögsögumannstíð hans. Á fyrsta embættisári hans var Kristniréttur hinn forni lögtekinn en ekki er víst að Guðmundur hafi komið að því.
Börn Guðmundar voru Þuríður, móðir Guðmundar dýra Þorvaldssonar, og Þorgeir, sem var prestur norðanlands.