Fara í innihald

Landnámsmaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Landnámsmaður er maður sem nemur nýtt, áður óbyggt land og sest þar að til frambúðar. Þótt orðið merki formlega það sama og landnemi er viss munur á notkun hugtakanna. Um landnámsmenn er nær eingöngu talað í tengslum við landnám Íslands, Færeyja og Grænlands á víkingaöld en landnemar geta byggt hvaða land sem er á hvaða tímaskeiði sögunnar sem er, jafnvel á fjarlægum hnöttum í fjarlægri framtíð.

Helsta heimild um landnámsmenn á Íslandi er Landnámabók. Auk þess fjalla flestar Íslendingasögurnar um þá landnámsmenn sem tengjast sögupersónum hverrar sögu.

Listar yfir landnámsmenn

[breyta | breyta frumkóða]