Barack Obama

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Barack Hussein Obama

Barack Hussein Obama yngri (fæddur 4. ágúst 1961) er 44. forseti Bandaríkjanna og fyrrverandi fulltrúi Illinois í öldungadeild bandaríska þingsins. Obama sigraði bandarísku forsetakosningarnar árið 2008. Samkvæmt heimildum sögudeildar bandarísku öldungadeildarinnar er Barack fimmti blökkumaðurinn sem setið hefur í öldungadeildinni og sá fyrsti sem gegnt hefur embætti Bandaríkjaforseta. Kona hans er Michelle, fædd Robinson, og dætur þeirra eru Malia Ann (f. 1998) og Natasha (f. 2001).

Forsetakosningar 2008[breyta]

Það var árið 1996 sem Barack Obama ákvað að fara út í stjórnmál, fjölskylda hans stóð þétt við bakið á honum og hjálpaði honum mikið, svo þann 10. febrúar árið 2007 tilkynnti Obama að hann ætlaði að bjóða sig fram til þess að vera fulltrúi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008. Aðalkeppinautur hans var Hillary Clinton. Barátta þeirra var löng og tvísýn framan af en eftir því sem á leið jókst forskot Baracks Obama og lauk með því að Hillary Clinton játaði sig sigraða. Obama sigraði John McCain öldungadeildarþingmann í forsetakosningum 4. nóvember 2008. Hann var settur í embætti 20. janúar 2009. Varaforseti Obama er Joe Biden, öldungadeildarþingmaður.

Svo miklar væntingar voru til Barack Obama, að ekki var víst að hann gæti risið undir þeim. Hann náði að heilla fólk um allan heim, meira að segja andstæðingar hans í Repúblikanaflokknum, þar á meðal. Bush og mótframbjóðandin John McCain gátu ekki annað en fagnað með honum þegar að hann fagnði sigrinum.

Æska og menntun[breyta]

Barack Obama fæddist í Honolulu á Hawaii þann 4. ágúst 1961. Faðir hans, Barack Hussein Obama eldri var skiptinemi þar, en hann kom þangað frá Kenýu. Móðir hans, Ann Dunham, kom frá Kansas, nánar tiltekið frá stærstu borg fylkisins, Wichita. Þau voru gift frá 1961 til 1964. Faðir hans fór aftur til Afríku eftir að hafa lokið háskólaprófi og sá son sinn aðeins einu sinni eftir það þegar Barack var 10 ára gamall. Obama eldri fórst í bílslysi 1984. Pabbi Barack Obama var svartur og var móðir hans hvít, þegar Barack Obama sagði frá uppvaxtarárum sínum þá sagðist hann varla hafa tekið eftir því að pabbi hans var svartur sem bik og mamma hans hvít eins og mjólk.

Eftir skilnaðinn giftist Ann Dunham indónesískum manni, Lolo Soetoro, og bjuggu þau í Jakarta, þar sem Obama gekk í skóla til 10 ára aldurs. Árið 1971 sendi móðir hans hann til Honolulu á Hawaii til afa síns og ömmu, sem ólu hann upp eftir það. Ann skildi við Lolo Soetoro og bjó á Hawaii í 5 ár en fór þá aftur til Indónesíu og starfaði sem mannfræðingur. Hún greindist með krabbamein í legi og eggjastokkum árið 1994 og sneri þá aftur til Hawaii, þar sem hún dó 1995.

Obama lauk skyldunámi í Honolulu og fór eftir það til náms í Los Angeles í tvö ár og síðan til New York, þar sem hann lagði stund á stjórnmálafræði og alþjóðasamskipti við Columbia University og útskrifaðist þaðan 1983 með BA gráðu. Árið 1988 hóf hann nám við Harvard Law School og útskrifaðist með doktorspróf í lögfræði 1991 með miklum heiðri (magna cum laude). Barack Obama var fyrsti blökkumaður til að verða forseti law review við Harvard. Eftir það fluttist hann til Chicago, og kenndi lögfærði við háskólann í Chicago.

Eitthvað af því sem Barack Obama hefur gert.[breyta]

 • Endurbyggja skóla í New Orleans sem hafa skemst í fellibilinum Katrínu.
 • Enda notkun á pintingum.
 • Efla kennslu í leikskólum.
 • Bjóða upp á hágæða barnagæslu á viðráðalegu verði.
 • Minnka styrki til einkaaðila og styrkja frekar skólafólk.
 • Veita þeim sem þurfa að borga læknagjöf skattalækkun.
 • Krefjast þess að öll börn séu sjúkratryggð.
 • Stækka húsnæði fyrir heimilislausa.

Það sem helstu stjórnarmenn Íslands söguðu þegar Barack Obama var kosinn.[breyta]

 • Ólafur Ragnar Grímson foresti Íslands sendi nýkjörnum forseta heillaóskir fyrir hönd íslendinga, Ólafur bauðst til að deila reynslu okkar í því að glíma við fjármálakreppuna.
 • Geir H Haarde sagði að sigur hans væri merki um áhuga almenings og ákall eftir breytingum.
 • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að kjör Obama myndu opna nýja möguleika fyrir okkur íslendinga.

Friðarverðlaun Nóbels[breyta]

Obama hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2009. Barack Obama fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir það að stuðla að samvinnu milli manna.

Tenglar[breyta]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengistFyrirrennari:
George W. Bush
Forseti Bandaríkjanna
(2009 – -)
Eftirmaður:
enn í embætti